Þegar þú velur píanó er mikilvægt að finna hljóðfæri sem passar þínum persónuleika, rúmast í heimilisbókhaldinu og á heimilinu. Roland RP102 tikkar í öll box og sameinar ekta píanóleik og æfingaeiginleika í fyrirferðarlítilli og hagkvæmri hönnun. Með allri bestu Roland tækninni sem finna má í öllum Roland píanónum, þar á meðal ekta nótnaborð með þyngdum nótum sem veitir fingrunum þess sem leikur frábæra tilfinningu hvort sem þú ert að byrja að spila eða vilt fullkomna tæknina þína. Með straumlínulöguðum skáp utan um nótnaborðið, hátalarana og hljóðheilann og þremur samþættum pedölum býður RP102 upp á hefðbundið klassískt píanó útlit sem passar vel hvar sem er.
Roland rafmangspíanó þarf aldrei að stilla eða veita reglubundið viðhald og með Bluetooth® tækni tengist RP102 við snjallsíma eða spjaldtölvu sem veitir ótal möguleika á píanó námi á netinu eða til að spila með tónlist. Með því að para píanóið þráðlaust við ókeypis Piano Partner 2 app frá Roland geturðu skoðað stafræn nótnablöð, fengið allskonar undirleik og fengið aðgang að ýmsum eiginleikum sem ekki eru tiltækir á píanóinu sjálfu.. RP102 er frábært píanó sem mun veita ánægju um ókomin ár.